Friday, April 16, 2010

Taking Woodstock [2009]


(Vil bæta inn hér að mér finnst nafnið hans Emile Hirch svolítið ofnotað í öllum auglýsingum, viðtölum og umfjöllunum um myndina, þar sem hann leikur ekkert svo stórt hlutverk. Hlutverkið hans er krefjandi og hann leikur það stórkostlega, en eins og þegar ég talaði við Svanhvíti sem hefur ekki séð myndina, þá hélt hún að hann léki aðalhlutverkið því nafnið hans og hann hefur verið svo nýttur í umfjallanir um hana)

Leikstjórn: Ang Lee (Brokeback Mountain; Crouching Tiger, Hidden Dragon)

Tagline: - A Generation Began In His Backyard -

Meðal leikara:

Demetry Martin (Elliot Teichberg)

Eugene Levy (Max Yasgur)

Emile Hirsch (Billy)

Liev Schreiber (Vilma)


Byggt á sannri frásögn Elliot Tieber sem átti stóran hlut í að gera Woodstock að því sem það varð.

Sumarið 1969. Elliot Teichberg innanhúsarkitekt þarf að flytja heim í sveit til foreldra sinna í White Lake, New York þar sem þau eiga motel, en þau eru gjörsamlega blönk og að fara að missa allt. Pabbi hans stingur upp á að brenna allt til kaldra kola - sem gengur ekki upp þar sem hann er ekki búinn að borga trygginguna. Þau eiga varla nóg fyrir mat og Elliot hefur ekki hugmynd hvað hann á að gera, sérstaklega semhann er að reyna að koma út úr skápnum í leiðinni.

Þegar Elliot heyrir af því að tónlistarhátíð (Woodstock) sem átti að fara fram í nálægri sýslu hafi farið í vaskinn vegna þess að leyfi var dregið til baka fékk hann hugmynd. Hann kallar til umsjónamenn hátíðarinnar og fær hátíðina til að vera haldna á nálægum sveitabæ við hótel foreldra sinna í von um að draga til sín viðskipti.

Þrem vikum seinna mætir hálf milljón manns í garðinn hans og Elliot berst inn í frægustu tónleikahátíð allra tíma - sem um leið skilgreinir kynslóð hippana og heldur uppi minningu þeirra um ókomin ár.


Þegar ég las fyrst um myndina og byrjaði að horfa á hana hafði ég eina áhyggju og bara eina. Hvernig í óskupunum ætla þeir að sýja tónleikana sjálfa, sem eru, jú, í aðalhlutverki. Hvernig ætla þeir að sýna Janis Joplin og Jimi Hendrix þegar þau dóu fyrir 40 árum?
Ég var sátt þegar myndin endaði að ég þurfti aldrei að kljást við það vandamál, því tónleikarnir sáust aldrei.
Ég hef lesið í nokkrum ummælum að fólki finnist tónlistina vanta, en Woodstock er ekki aðalmálið - heldur fólkið sem hún hafði bein áhrif á, og þá sérstaklega Elliot. Hans innri togstreyta um kynhneigð og vilji til að hjálpa foreldrum sínum er aðalatriði myndarinnar, þannig að þetta er ekki mynd fyrir þá sem vilja upplifa Woodstock sjálfa.
Þemað á myndinni er mjög gott að mínu mati því tónleikarnir skipta í rauninni engu máli. Myndin fjallar bara um þennan greyið misheppnaða dreng sem fær góða hugmynd og sannfærir fólk í kringum hann til að treysta honum og að þetta endi allt vel, en svo bara birtist hálf milljón manns og þá fer öll myndin í baráttu hans við mannfjöldann.
Hann kemst einu sinni inn á tónleikasvæðið sjálft en þar hoppar hann nokkurn vegin beint upp í bíl til hippa-pars sem gefur honum sýru og svo fara þau öll að njóta frekar litríks kynlífs.

Í þessum bíl stunduðu þau litríkt kynlíf (Paul Dano úr The Good Heart)

Ég hafði gaman að þessari mynd sérstaklega því foreldrarnir eru frekar brjáluð og skemmtilegir karakterar. Mamman er peningagráðug og skiptir hverju hótelherbergi upp í 4 herbergi með lökum sem skilrúm og er alveg dásamlega í sínum eigin heimi. Pabbinn vinnur baki brotnu dögunum saman eftir komu hippana og er óskup ljúfur maður sem vill syni sínum bara fyrir bestu.
Elliot sjálfur er frekar aumingjalegur, en persónan hans vex á þessum nokkru dögum sem myndin spannar, hann öðlast meiri sjálfsöryggi og kemur út úr skápnum.


Án þess að ég vilji hljóma neitt fordómafull þá segi ég two thumbs up fyrir kínverjanum sem nær að fanga það sem ég ímynda mér sé fullkomin eftirlíking af stemmningu og þema Woodstock, það getur ekki hafa verið auðvelt. Þó það sjáist aldrei á tónleikana þá eru persónurnar (og þá sérstaklega Vilma - ég ELSKA Liev Schreiber í því hlutverki!) sem eiga leið fram hjá (Bendi líka á leikhópinn Earthlight Players) og klæðaburðurinn, "ligeglad" stemmningin á öllum og HJÖRÐUNUM sem flykktust þarna að á þessa tónleika.

Eitt sem mér fannst ekki alveg nógu flott var þegar það var tekið skot yfir allan mannfjöldann á tónleikunum þá var það svo úr fókus - það gerði þetta svo óraunverulegt eins og þau nenntu ekki að sýna áhorfendurna - nenntu ekki að photoshoppa það eða hvernig sem þau gera þetta! Kannski er þetta bara smámunasemi í mér.

Liev Schrieber sem Vilma

Ég hef nú ekkert mikið meira að segja en að þessi mynd fangaði hjarta mitt og fékk fram nákvæmlega þær tilfinningar sem ég held að hún hafi átt að gera. Ég óskaði mér þess heitast að hafa getað verið uppi á þessum tíma!
Leikurinn er allur góður og öðru hvoru birtast leikarar sem maður kannast við (t.d. Emile Hirch, Eugene Levy, Paul Dano og Dan Fogler). Karekterarnir hafa flestir goofy og fyndna mannlega eiginleika - suma sem maður getur tengst og suma sem maður hlær bara að.
Myndatakan er góð og það er góð nýting á litum í myndinni - enda gerist hún á hippatímanum! ;)

Veit ekki hvað meira ég á að segja en bara "Two thumbs up" og ef þig vantar upplyftingu eða gleði í lífið þá mæli ég með þessari mynd sama hvað þú ert gamall/gömul!

Peace out.


Gott atriði - það kemur kannski vel fram að Velma er uppáhalds persónan mín!

2 comments:

  1. Vil benda á eina færslu í febrúar sem ég var að klára! Heitir A Sound of Thunder

    ReplyDelete
  2. Gaf fyrir febrúar-færsluna...

    Fín færsla. 9 stig.

    ReplyDelete