Carter og Edward kynnast þegar þeir þjást báðir af krabbameini og eiga hvorugir mikið eftir af lífi sínu. Edward kemst að því að Carter hefur ekki lifað lífinu eins og hann telur að manneskja eigi að gera og leggur af stað í að uppfylla óskir sem þeir hafa skráð á “Bucket list” (Einnig þekkt sem reaper list eða life to-do list). Þetta ferðalag er ótrúlegt ævintýri sem flestum langar líklega að upplifa.
Handritið af myndinni er ótrúlega vel skrifað enda er það byggt á bók og hönfundurinnn Justin Zackham skrifar handritið sjálfur. Ekkert samtal virðist tilgangslaust, persónurnar eru viðkunnanlegar, raunverulegar og ég held að flestir geti samsamað sig öðrum hvorum þeirra ef ekki þeim báðum.
Það sem gerir myndina svona frábæra er samt líklega duo-ið Morgan Freeman og Jack Nicholson. Þeir leika persónur sínar af svo mikilli innlifun. Samtölin milli þeirra eru frábær og sömuleiðis þöglu mómentin. Nicholson tekst að gera hinn kaldrifjaða Cole djúpan og góðan karakter sem maður getur ekki hætt að hlægja með, þá sérstaklega vegna þess hvernig hann lýtur á lífið og dauðann:
Edward Cole: We live, we die, and the wheels on the bus go round and round.
Litli faldni gullmoli myndarinnar er þó Sean Hayes sem leikur Thomas aðstoðarmann Edward Cole. Persónan er bæði mjög vel skrifuð með frábærar setningar og leikinn af öryggi. Sean Hayes sýnir vel hvað hann hefur gott "comic timing".
Myndin hreif mig með sér og uppfyllti allar mínar væntingar.
5 stig.
ReplyDelete