Leikstjórn: Steve Pink
Auglýsingin sem hefur hljómað á Fm957 undanfarnar vikur er eitthvað á þennan veg:
"Þeir djömmuðu feitt 2010, en vöknuðu svo upp 1986"
Í fyrsta lagi, þá eru fáar tímaflakks myndir sem mér finnst eitthvað varið í, og í öðru lagi, þá er "vöknuðu upp" ekki íslenska!! Maður segir þeir vöknuðu. Punktur. Vaknaði upp er ensku sletta og það hljómar bara rangt. Það er eins og einhver segir að hann ætli að taka sturtu. Hvert ætlar hann að taka hana?
Ég bjóst sem sagt ekki við miklu þegar ég fór á Hot Tub Time Machine, en ég verð að viðurkenna að hún kom mér skemmtilega á óvart. Með mörgum sprenghlægilegum atriðum og alvöru, en gjörsamlega fáranlegum 80's fatnaði, er þetta besta tímaflakks mynd sem ég hef séð hingað til.
Vandamál vinanna Adam (John Cusack), Nick (Craig Robinson) og Lou (Rob Corddry) dregur þá í skíðabæ þar sem þeir áttu bestu helgar lífs síns 20 árum fyrr. Adam tekur Jacob (Clark Duke úr sjónvarpsþáttunum Greek), systurson sinn með sér og lofar honum að þetta verði besta helgi lífs hans, nema hvað þegar þangað er komið virðist enginn hafa komið þangað í 20 ár. Bærinn er hálfpartinn yfirgefinn og það eina sem þeir hafa að gera er að detta í það og fara í pottinn.
Eftir vægast sagt brjálað fyllerí fjögurra naktra karlmanna og á tímabili stórs bangsa vakna þeir í pottinum og skella sér upp í fjall.
Smám saman þegar þeir sjá alla marglituðu skíða-samfestingana, kasettutækin og Miami Vice bolina átta þeir sig á því að þeir eru komnir aftur í tímann. Það langt að Jacob hefur ekki einu sinni verið getinn. Þá kemur góð lína frá Nick þegar hann grípur í stelpu og spyr: "What color is Michael Jackson?" - fun fact : sú lína var ekki í handritinu.
"Pottaviðgerðamaðurinn" (Chevy Chase) segir þeim að þeir verði að endurtaka allt sem þeir gerðu þessa helgi árið 1986 á nákvæmlega sama hátt ef þeir vilja ekki eyðileggja framtíðina með Butterfly Effect. Þannig að þeir neyðast til að sofa hjá sömu stelpunum - aftur, hætta með fyrrverandi kærustum - aftur og vera lúbarðir - aftur.
Aðalmarkmið þeirra er samt ekki að djamma í 9. áratuginum, heldur að komast eins langt í burtu frá 1986 og þeir geta.
Mér fannst þetta alveg bráðskemmtileg mynd. Handritið er vel skrifað og leikararnir standa sig allir með prýði. Maður pælir ekki einu sinni í fáranleikanum við að ferðast aftur í tímann því maður dettur svo inn í söguþráðinn. Ég hló upphátt allan tímann, sem gerist ekki oft.
Hún minnir mann svolítið á The Hangover, nema bara á skíðahóteli með helling af neon litum og legwarmers! Það er hellingur af "80's references" og leikarar frá 9. áratuginum sem ég persónulega fattaði ekki fyrr en ég las um hana, því ég var, jú ekki fædd þá! En þessi atriði hljóta að vera auka prik fyrir myndina fyrir þá sem voru uppi á þessum tíma.
Ég veit ekki alveg hvað ég ætti að setja út á varðandi myndina, kannski helst hvað persónan hans Rob Corddry (Lou) er pirrandi, en þannig á hann bara að vera!
Trailerinn "doesn't do it justice", hvernig sem maður segir það á íslensku! En línan "It's some sort of hot tub time machine" þar sem Craig Robinson horfir beint í myndavélina, var heldur ekki í handritinu.
Ég vil ekki eyðileggja myndina fyrir þeim sem ætla að sjá hana, og segi bara að ég mæli eindregið með henni, og farið á klósettið áður en þið setjist inn í sal!
Ég hata hvað myndirnar eru alltaf of stórar á þessa síðu! veistu hvernig ég get minnkað þær?
ReplyDeleteÉg er búinn að heyra marga fína hluti um þessa og er farið að langa frekar mikið að sjá hana.
ReplyDeleteVarðandi myndirnar, þá geturðu breytt stærðinni með því að smella á hornið á myndinni og draga það til (eins og í word eða powerpoint). Þá sérðu líka stærðina í punktum. 400-410 punktar passar best í bloggið.
Það er líka hægt að breyta stærðinni á vídjói sem maður embeddar, en það er aðeins flóknara.
Fín færsla. 7 stig.