Þegar ég var að velja valfag fyrir rúmlega ári, hljómaði kvikmyndagerð einfaldlega lang best. Bæði var þetta 6 eininga fag og þetta var eitthvað sem ég hafði í alvörunni áhuga á - annað en danska eða hagfræði. Ég meina, hver hefur ekki áhuga á kvikmyndum?
- Til að byrja með vil ég segja að mér finnst andinn í tímunum mjög afslappaður og góður. Venjulega er verið að tala um skemmtilegar og áhugaverðar hliðar á kvikmyndagerð og myndbandsbrotin sem hafa verið sýnd í tengslum við það sem við erum að læra hjálpa til við að skilja hvað er í gangi. (Að "A Piece of Apple Pie" frátaldri - það var bara slæmt!) Allt sem við gerum í rauninni í morguntímunum finnst mér mjög skemmtilegt. Handritamappan og verkefnin í henni voru stundum svolítið erfið - svona þegar maður er gjörsamlega hugmyndasnauður en þarf samt að drita einhverju niður á blað, en verkefnin voru flest mjög góð kvikmyndagerðaverkefni. (Mér líkaði sérstaklega vel við þjóðsöguverkefnið)
- Skemmtilegasti hlutinn fannst mér vera að taka upp myndirnar. Eins og það var oft stressandi, pirrandi og kalt var það að taka upp "alvöru" mynd lang skemmtilegasti hluti fagsins. Vinnslan var aðeins meira mál - aðallega því okkar mynd þurfti að vera klippt upp í tæplega 100 senur, en það var heldur ekkert svo slæmt. Nema þegar tölvan var leiðinleg og neitaði að taka við tónlist og hljóði og svona.
- Það sem nýttist mér best voru örugglega bóklegu tímarnir og verkefnin. Að tala við alvöru leikstjóra og fá að vita hvernig það er að gera alvöru bíómyndir og hvernig þeir vinna í þeim hjálpaði líka til við að gefa manni heildarsýn á það hvernig það er að vera kvikmyndagerðamanneskja og/eða leikstjóri.
- Versti hluti námskeiðsins var án efa Reykjavík Whalewatching Massacre og leikstjórinn sem henni fylgdi. Þetta var með verri hryllingsmyndum sem ég hef séð og maðurinn var gjörsamlega ófær um að tala fyrir framan hóp fólks - ekki það að leiðinlegu og dónalegu spurningar strákanna slá þetta greyið fólk stundum svolítið út af laginu.
- Það er ekkert sem ég myndi mæla með að henda alveg út, mér finnst bloggið alls ekki skemmtilegur hluti af faginu, aðallega því það er svo erfitt að tjá sig um svona viðfangsefni á íslensku. (Þú mættir gefa fólki val um hvort þau skrifi á íslensku eða ensku!) En maður fær ekki allt sem maður vill - og þetta er skiljanlegur hluti af faginu.
- Varðandi stuttmyndirnar segi ég já, þú átt að vera harðari á skiladögum. Marathonmyndirnar gengu ágætlega því þá fengum við bara einn dag, og þetta þurfti að gerast þá, en með heimildamyndirnar til dæmis, þá var of lítil pressa á okkur. Við erum löt- við megum ekki fá svona mikið svigrúm því, eins og Guðbjartur segir, þá erum við öll með frestunarsýki :)
Guðbjartur
Með því að hafa marathonmyndina bara í blábyrjun annarinnar (bara 1. vikuna í september) væri ekkert mál að láta krakkana geraheimildamyndina seint í október - byrjun nóvember, og hafa fastann tíma á þeim. Ekki lengur en 3 dagar fyrir hvern hóp eða eitthvað. Ef örmyndin eða það sem þú ert að leggja til (sem mér finnst góð hugmynd) væri þá gerð í janúar væri lítið mál að klára lokaverkefnið fyrir eða um páska. Þetta gæti verið ágætis hugmynd hjá þér að setja hverjum hópi fyrir dag til að sýna (nema með marathonmyndina, því þá er hver hópur bara með myndavélina í einn dag) - en ég veit samt ekki. Er þetta ekki bara fínt eins og þetta er núna? Til að draga þetta saman: Vera stífari á skiladögum og eigingjarnari á myndavélatíma! - Allt tengt myndavélinni gekk nú bara ágætlega. Það var frekar pirrandi að vera eina manneskjan á bíl, þar sem ég þurfti að vera að sækjast og sendast eftir myndavélinni og þessu og hinu, en ég efast um að það sé til betri leið en eins og þetta var gert í ár. Þetta gekk ágætlega.
Þessi er hress. - Ég sé lítið að uppröðuninni á námsefninu - það er náttúrulega mikilvægt að kunna sumt af þessu eins og 180° reglunni áður en maður fer að taka upp. Handritamappan held ég að virki líka betur sem "fyrir jól" verkefni.
- Hvatning til meiri og metnaðarfyllri bloggs.
Nú veit ég ekki alveg hvað ég á að segja þér. Nema það að við erum 19 ára unglingar sem nennum ekki neinu. Mér persónulega finnst erfitt að koma skoðunum mínum fram á blaði (= í tölvu) og hef þess vegna ekki verið dugleg að blogga. Ég hef kannski miklar skoðanir um mynd, en smám saman fjarar það kannski út og ég næ ekki að tjá mig almennilega um myndina - sérstaklega þegar það er á íslensku! Kannski verðlaun fyrir þann sem bloggar mest?
Mér finnst bloggin vera svoolítið mikil vinna. Maður þarf að skrifa ansi langt blogg fyrir 10 stig, og þegar ég er búin að skrifa 650 orða ritgerð þá nenni ég ekki einusinni að lesa hana yfir - svo ég efast um að það sé gaman fyrir þig að lesa allar málfræði- og stafsetningavillurnar mínar, auk þess sem að það hlýtur að vera stundum flókið og leiðinlegt að lesa skoðanir fólks sem það dritar niður hist og her á bloggsíðu.. eða hvað?
Svo að fyrir komandi kvikmyndagerðar-námsmenn væri kannski fínt að fá svona checklist yfir það sem á að koma fram í góðu bloggi.
Á heildina litið var þetta bara hinn ágætasti áfangi. Ég er ekki alveg nógu sátt við kvikmyndavalið þitt.. En það er bara því ég hef ekki mjög fágaðan smekk á myndum!;)
Annars vil ég bara þakka þér fyrir skemmtilega tíma og vetur!
Fínar athugasemdir.
ReplyDeleteÞað er náttúrulega alveg rétt með bloggið, það er erfitt að setjast niður og skrifa. Ég hef til dæmis ekki skrifað almennilegt blogg frá því fyrir jól... Og bloggið er algjörlega stemningsatriði. Stundum hefur myndast skemmtileg stemning í kringum bloggið, en það gerðist eiginlega ekki í vetur...
10 stig.