Myndin fjallar um Jack sem dettur í stiganum við að flýta sér þegar konan hans fær hríðir. Þegar hann vaknar úr dái kemst hann að því að þó að hann sé orðinn faðir hraustrar litlar stelpu, hafi konan hans dáið við fæðinguna. Í dofnum "stupor" yfirgefur hann sjúkrahúsið og fer á nokkura mánaða fyllerí með hverfisrónanum. Eftir alvarlegar björgunaraðgerðir frá foreldrum og tengdaforeldrum tekur hann þó við barninu og ræður unga, fallega þjónustustúlku sem fóstru. Svo væri þetta nú ekki almennileg mynd ef hann yrði ekki ástfanginn af henni.
Það sem stendur upp úr í þessari mynd er hversu fallegar litlu stelpurnar sem fengin eru til að leika barnið, Sarah. Maður heyrði alveg eggjastokkana klingja - neii grín. En þær eru alveg ótrúlega sætar þær þrjár sem leika hana. Ian McKellen leikur rónann og gerir það auðvitað frábærlega og það er skemmtileg persóna sem kryddar annars fyrirsjáanlegu söguna.
Þetta er bara týpisk "bresk hollywood" mynd, og örugglega vel fjármögnuð þannig að allt varðandi upptöku og vinnslu er "tip top". Leikurinn er líka góður, eins og ég sagði koma margir frábærir leikarar við gerð þessarar myndar eins og Richard E. Grant, Judy Dench og Ian McKellen. Jack and Sarah er annars bara mjög sæt mynd. Hún eldist vel og þó svo að hún sé orðin 14 ára gömul eru brandararnir enn þá frekar fyndnir. Sérstaklega því persónan Jack er þannig týpa að hann ætti að vera skipulagður en er gjörsamlega ósjálfbjarga og quirky (dæmi í myndbrotinu að neðan). Hins vegar eins og með flestar rómantískar gamanmyndir er hún fyrirsjáanleg.
Það er ekkert margt annað hægt að segja um hana nema mæli alveg með henni sem fín dægrarstytting!
Það er líka ágætis pæling í af hverju hún er bönnuð innan 15 ára þarna á myndinni fyrir ofan!
ReplyDeleteHljómar nokkuð skemmtilega. 5 stig.
ReplyDelete