Tagline: ,,Don't trust a soul"
Leikstjórinn Gregory Hoblit stendur sig ágætlega í þessum spennuhrylli frá 1998, en hann hefur aðallega leikstýrt þáttum og sjónvarpsmyndum. Denzel Washington fer með aðalhlutverk, en önnur hlutverk skarta John Goodman (sem ég mun alltaf þekkja sem pabbann í Coyote Ugly) og Donald Sutherland.
Fallen fjallar um heiðarlega lögreglumanninn John Hobbes (Denzel Washington) sem heldur að líf sitt verði einfaldara eftir líftöku fjöldamorðingjans Edgar Reese, en það varð alls ekki raunin. Séreinkenni Reese byrja að birtast í fjöldann öllum af fólki í kringum Hobbes, bæði vinum og ókunnugum, og þá fer hann að velta fyrir sér ótrúlegum og yfirnáttúrulegum útskýringum.
Persónulega get ég ekki bent á eina mynd með D. Washington sem mér líkar ekki við og eru The Bone Collector, Training Day og American Gangster myndir sem ég myndi mæla með við hvern sem er. Hann er mjög góður leikari, en þegar ég lít á heildina er það sjaldgæft að hann leiki nokkuð annað en lögreglumenn, spillta eða ekki, þannig að hann ætti að vera búinn að fullkomna þetta hlutverk!
Það er ekkert hægt að setja út á leikinn í þessari mynd, meira að segja börnin léku þó nokkuð vel. Handritið og söguþráðurinn voru líka vel út hugsuð og þrátt fyrir að vera "far fetched" hugmynd þá gekk hún ágætlega og skildi eftir hroll í manni sem er kostur við gerð hryllingsmyndar! Nokkrar setningar gáfu þó kjánahroll og var ein þeirra: ,,Everything's personal when you're a person". Í frekar mikilli topp mynd skildi ég ekki af hverju var verið að troða svona setningum inn. Upptökurnar voru stundum svolítið skrýnar og of stuttar á stöðum, en augljóslega verið að reyna að stytta myndina sem var alveg tveir tímar.
Myndin byrjar á endinum, og síðan aftur á byrjunarreit og endar svo aftur á því sem var endirinn, en var í byrjuninni. Capiche? Nei, þetta kemur vel út og hasarinn og twistið í endanum líka. Ég tók eftir nokkrum dutch tilt tökum í lokaatriðinu og ég sá þá fyrst hversu vel út hugsað þetta er, maður verður einhvern veginn spenntari og líður eins og eitthvað slæmt sé að fara að gerast. Ég tók líka eftir því hvernig hljóðin gerðu mann spenntan, eins og brak í gólfinu eða ískur í hurðum. Vondi kallinn í myndinni söng líka alltaf lag, sem gaf til kynna hvenær hann (og illir hlutir) myndi birtast.
Allt í allt var þetta fín mynd miðað við að vera 11 ára gömul. Hún var áhugaverð, ófyrirsjáanleg, vel gerð og vakti hroll.
Denzel Washington og Embeth Davidtz á góðu augnabliki
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Góð færsla. Nokkrar skemmtilegar pælingar. 6 stig.
ReplyDelete