Night of the Hunter (1955) er undir leikstjórn Charles Laughton og er fyrsta, sem og eina myndin sem hann hefur leikstýrt. Ég hef ekki enn þá gert upp hug minn um hvort það sé gott eða slæmt. Hugmyndin að sögunni er ekki alslæm. Ekkja og tvö börn manns sem fer í fangelsi fyrir bankarán eru plötuð og notuð af presti sem leitar peningsins sem eiginmaðurinn hafði stolið. Þessi prestur, sem skilur þó ekki hin sönnu orð guðs, reynir að fá börnin sem eru þau einu sem vita af þýfinu, til að segja sér hvar það er falið, en lendir í erfiðleikum með það.
Eins og ég segi, þá er þetta alls ekki lélegur söguþráður og eltingaleikurinn lofaði góðu, séstaklega eftir fráfall móðurinnar og börnin standa eftir ein á móti fullorðnum manni. Á tímapunktum minnti hún mig á bækurnar Lemony Snickets: A Series of Unfortunate Events sem mér þótti fínar bækur.
Mér þykir því leiðinlegt að tilkynna að myndin stóð ekki undir væntingum. Með það fyllilega í huga að myndin er gerð árið 1955, þegar mamma mín var enn ófædd, er leikurinn hryllilegur. Kannski hefðu leiklistaskólar átt að stofnast nokkrum áratugum fyrr því það var frekar sárt að horfa á leiklistahæfileika þessa fólks. Ég veit ekki hvort það hafi verið afburðaleikur karlmannanna eða jafn lélegur leikur hins kynsins en hver einasta sena sem innihélt kvennmann fékk mig til að stara á skjáinn af undrunn. Þær voru ekki alveg fyrir minn smekk. Ofleikur, lélegar setningar og skrækar raddir einkenndu oftar en ekki senur þar sem myndavélinni var beint að kvennmönnum myndarinnar. Kannski voru til leiklistaskólar á þessum tíma, en aðeins karlmönnum hleypt inn, eða var þetta ímynd hins týpíska kvennmanns um miðbik 20. aldar, hvað veit ég?
Annað sem fór í mig var handritið, eða dialouge-ið, og hvernig það, svipbrigði og ávarpanir voru ýkt í mörgum tökum. Þegar mamman kemst að því að presturinn vilji ekki sofa hjá henni á brúðkaupsnóttunni (engin smá tilætlunarsemi í henni að búast við því!) greip hún fyrst um hjartað með andköf og fleygði sér svo á koddann með tilheyrandi hljóðum. Þegar pabbinn var handjárnaður í byrjun myndarinnar voru viðbrögð stráksins ekki alveg það sem maður myndi kalla "eðlileg", né þegar maður var skotinn í andlitið með haglabyssu og hljóp svo í burtu eins og hrædd nagdýr. Ég veit ekki alveg hvern ég á að ásaka varðandi þessar senur, hvort það sé handritið, leikurinn eða leikstjórnin. Kannski voru þessi ofleiknu andköf og fleira allt fyrirfram ákveðið, ég myndi alveg skilja það að bíómyndir þessara tíma ættu ekki að vera raunveruleg, heldur voru kvikmyndahúsin staður sem menn gátu flúið raunveruleikann og eðlileg viðbrögð manna við haglabyssuskot í andlit.
Ég ætla nú ekki að vera leiðinlegri en þetta við þá sem komu að gerð þessarar myndar, enda flestir þeirra komnir vel á aldur og myndu örugglega bregðast illa við við sterku skoðanir mínar.
Hljóðið var stundum óþægileg, ég held að það hafi frekar tengst skæru röddum leikkvennanna en um upptöku, klippingu og lýsingu get ég ekki annað en gefið hrós, en mér þótti myndin vel gerð í alla staði, sérstaklega miðað við að hún sé hátt í 55 ára gömul. Einn góður punktur til að byggja upp spennu fannst mér var söngur mannsins. Um leið og maður heyrði hann syngja var augljóst að eitthvað slæmt væri í vændum og verð ég að gefa stig fyrir það.
þessi var svolítið hamslaus í ofleik stundum
Núna ætla ég að vona að þú dragir mig ekki niður í einkunn fyrir að rægja mynd sem þér finnst góð Siggi Palli. :) Ég hef nánast ekkert vit á listum né bíómyndum og endurspeglar þetta blogg einungis álit mitt, en ekki persónugerð mína. Slæm reynsla mín á þessari mynd gæti líka haft eitthvað að gera með það að klukkan var 3 á miðvikudegi og eftir stuttan svefn og tvöfaldan stærðfræðitíma er ég ekki sem best upplögð í annars konar áhorf en heilalausar gamanmyndir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ég er ekkert sár. Ég veit alveg að þetta er ekki gallalaus mynd, en samt margt við hana sem mér finnst ofboðslega gott.
ReplyDeleteFín færsla. 7 stig.