Friday, November 20, 2009

Lock, Stock and Two Smoking Barrels - "A disgrace to criminals everywhere"

Ég hafði ekki heyrt mikið um hana fyrir en ég tel það líka vera gott. Oft eyðileggur það myndina þegar maður veit of mikið um hana eða er búinn að heyra frábær gagnrýni. Það byggir upp óraunhæfar væntingar og skemmir fyrir manni eigin skoðanir.
Lock, Stock and Two Smoking Barrels fjallar um fjóra breta með sterkan cockney hreim sem lenda í djúpum skít þegar þeir skulda skyndilega hálfa milljón punda. Til að losa sig úr klípunni og forðast það að missa puttana ákveða þeir að ræna hóp lögbrjóta sem eru í þann mund að ræna banka. Inn í málin flækjast síðan ótal handrukkarar og hass-ræktarar, ruglingslegur söguþráður, furðulegir persónuleikar og já, tveir rifflar.
Lock, Stock and Two Smoking Barrels er frá árinu 1999 og er það Guy Ritchie sem leikstýrir henni. Ég hafði séð Snatch en það kom á óvart hversu líkar þær tvær eru. Það eru líkar persónur og eins ruglingslegur söguþráður sem fer fram og til baka á milli persóna þannig að þú veist aldrei hvað er í gangi. Í þessari mynd til dæmis vissi ég aldrei hver væri með peninginn í förum sínum því hann skipti um eigendur jafn oft og skipt var um umhverfi. Jason Statham leikur svo í þeim báðum, en það er nákvæmlega ekkert slæmt við það.
Myndin var bara nokkuð góð. Hún er vel leikin og vel gerð í alla staði. Kímni skýst inn hér og þar og þá er aðallega verið að gera grín að mistökum og heimsku smáglæpamanna. Ég er með mjög einfaldann húmor en hann náði algjörlega til mín. Vegna hraða söguþráðarins og furðulegra og fyndnra karaktera helst maður límdur við skjáinn og ekki er verra að hlusta á breska hreiminn. Það sem mér fannst þó best við myndina var endirinn. Síðustu fimm mínúturnar voru þær mest spennandi í myndinni og mér fannst mjög vel gert af höfundum og leikstjóra að skilja mann eftir hangandi í lausu lofti og leyfa manni að ímynda sér endinn eins og hver óskar. Ég mæli hiklaust með henni og get með góðri samvisku sagt að hún fór strax hátt á listann minn.

http://k-kinofilm.ru/images/k-kinofilm/Lock-Stock-Two-Smoking-Barrels.jpg

1 comment: