Friday, December 4, 2009

Yojimbo

Leikstjórn: Akira Kurosawa
Leikarar: Toshiro Mifune, Tatsuya Nakadai, Yoko Tsukasa, Isuzu Yamada o.fl.

Þetta er eins konar japanskur vestri með "this town isn't big enough for the both of us" þema.
Sanjuro Kuwabatake (eða Mulberry Feild thirty-year-old (ég ætla ekki að dæma)) er samuraii sem hefur engan meistara og kemur að bæ þar sem tvö glæpagengi berjast um völd. Sanjuro fær bæði gengin til að ráða sig sem lífvörð sem, svo heppilega vill til, er þýðingin á nafni myndarinnar. Hann fær svo gengin til að berjast á móti hvoru öðru ooog allt verður brjálað.

Það eina sem mér fannst í rauninni gott við myndina var hvernig tónlistin stjórnaði tilfinningum. Ekki það að mér þótti tónlistin góð - því, let's face it, ég er ekkert mikið fyrir japanska tónlist. En hún náði allavegana markmiðunum sem ég býst við að hafi verið að gefa til kynna að dramatískir hlutir væru að gerast og magna þá þegar þeir gerðust. Eins og þegar byssur og sverð eru dregin upp.

Ég verð að viðurkenna að ég dottaði nokkrum sinnum og er því ekki alveg að marka álit mitt á þessari mynd, en 50 ára gamall japanskur vestri er ekki alveg að gera sig fyrir mig, og ég myndi ekki borga 350 kall til að leigja hana aftur. Frekar kaupi ég mér ís.

Ásamt því að velta fyrir mér af hverju einhver þeirra, eða fleiri, notar ekki ermina sína frekar en hálsmálið fyrir hendurnar, velti ég fyrir mér hvað "A juggernut of a film" þýðir..

Hér höfum við trailerinn

Wednesday, December 2, 2009

Some Like It Hot



Some like it hot er gamanmynd í rómantískari kantinum, frá 1959.

Billy Wilder (1906-2002) sér um leikstjórn og handritaskrif og stendur sig prýðilega - eins og að vana. Þetta er alls ekki fyrsta myndin sem hann kemur að, en hann hafði samið handrit að minnst 50 myndum og leikstýrt 16 öðrum, áður en hann tók að sér Some Like It Hot. Some like it hot er tiltölulega týpisk mynd fyrir Wilder en flestar myndir hans eru einmitt gamanmyndir með huldum skilaboðum og smá rómantík bætt út í. Hún er líka týpisk fyrir hann á þann hátt að það eru fáar dramatískar tökur, varla neitt zoom, ekkert dutch tilt og aldrei reynt að koma tilfinningum fyrir hjá áhörfendum, enda sagði Billy Wilder að hann vildi ekki þannig tökur. Hann vildi að sagan segði sig sjálf. Þetta hugarfar virkar vel hjá honum en það sleppur kannski því allar myndirnar hans eru léttar. Ein uppáhalds setningin mín frá Wilder er samt, "Take a few shots out of focus, I want to win a foreign film award." Hann var alveg gífurlega hæfileikaríkur og eyddi allri sinni ævi í að skrifa, framleiða og leikstýra myndum og er einn af uppáhalds leikstjórunum mínum. Kannski bara uppáhalds því hann er svo miklu krúttlegri en allir hinir.


Fögru stöllurnar Josephine og Daphne

Some Like It Hot gerist í Chicago, þar sem vinirnir Joe og Jerry verða vitni að St. Valentines fjöldamorðinu og reyna þeir að finna leið til að flýja borgina undan mafíunni. Sagan tekur óvæntan sveig þegar eina leiðin til að flýja er með kvennhljómsveit sem er á leið til Miami. Þeir klæða sig í kvennaföt og ganga í lið með hljómsveitinni. Joe verður Josefine og Jerry verður að hinni álíka ófríðu Daphne. Þeir komast þó ekki hjá öllum vandræðum þar sem Jerry verður ástfanginn af Sugar Kane (Marilyn Monroe) og Joe þarf að þola hinn óþreytandi biðil Osgood.

Mér fannst Some Like It Hot einfaldlega góð, ein af betri myndum Wilder og virkilega fyndin miðað við aldur. Leikararnir eru náttúrulega stórkostlegir fyrir utan nokkra kvilla í leik hjá Marilyn Monroe, en hún og leikstjórinn voru langt frá því að vera mestu mátar. Ég held nú að Svanhvít hafi komið að þessu í hennar bloggi, en hún var hræðilega léleg í að muna línurnar sínar. Þegar Monroe átti að opna skúffu og segja "Where's the bourbon?" gat hún ómögulega munað línuna, sama hversu oft þau tóku upp. Wilder límdi textann í skúffuna, en þá opnaði hún bara vitlausa skúffu. Á endanum var hann búinn að koma textanum fyrir í öllum skúffunum. Samt þegar þú horfir á þetta er leikurinn alveg jafn trúlegur og ef þetta væri að gerast í alvöru. Jack Lemmon var uppáhalds leikarinn hans Wilder til að vinna með enda einn besti leikari Bandaríkjamanna fyrr og síðar. Það er skemmtilegt hvað karakterinn hans er "oblivious" um það að hann sé í rauninni karlmaður og dettur svolítið inn í gírinn þegar hann trúlofast Osgood (Joe. E. Brown). Ein góð setning er : Curtis: "You're not a girl! You're a guy! Why would a guy want to marry a guy?" Lemmon: "Security!"
Önnur er þegar Lemmon er búinn að tilkynna Curtis að þeir Osgood séu trúlofaðir : Curtis: "What are you going to do on your honeymoon?" Lemmon: "He wants to go to the Riviera, but I kinda lean toward Niagara Falls."
Það besta við myndina er samt lokaatriðið, þegar Lemmon segir biðlinum sínum ótal galla sem hann síðan sýnir að honum sé slétt sama um. Svo þegar hann tjáir sig um að hann sé karlmaður segir Osgood: "Well, nobody's perfect!" Frábær leið til að enda þessa mynd.



Myndin er skemmtileg, fyndin og hógvær í alla staði sem hún þurfti að vera. Ekki var of mikið af tónlist né dramatík í skotum og handriti, sem eins og áður hefur komið fram, er einkennandi fyrir myndir Wilder.
Þetta er fyrsta mynd með klæðskiptingum sem hefur verið gerð og þegar Wilder var spurður út í af hverju hann gerði mynd um karla sem klæddust eins og konur sagði hann: "Women starting wearing the pants in Hollywood around that time, i just wanted to return the favor."
Some Like It Hot er ein besta "eldri" gamanmyndin sem ég hef séð og ég myndi mæla með þessari mynd við hvern sem er.

Paranormal Activity

Ég fór á Paranormal Activity (2007) fyrir nokkrum vikum, í kolniðamyrkri kl 22:30. Ekki alveg besta hugmynd sem ég hef átt. - Vona að þú sért búinn að sjá hana svo ég eyðilegg ekki fyrir þér!

Paranormal Activity er hryllingsmynd á heimildamyndaformi, á sama plani og Blair Witch Project. Kærustuparið Katie og Micha eru flutt saman inn í 2. hæða smáhús í San Diego. Þar verður Katie vör við yfirnáttúrulega hluti eins og andardrátt og tilfinningu um viðveru náttúrulegs fyrirbæris. Micha ákveður að kaupa myndavél til að taka upp hvað gerist á nóttuni. Fátt gerist í byrjun og þau tala við miðil sem vísar þau á sérfræðing um illa anda. Fleira fer svo að gerast á þessum upptökum á nóttuni eins og skuggar að birtast, hurðir að hreyfast o.fl., sérstaklega eftir að Micha dregur fram andaglas-borð. Eftir nokkrar nætur fer Katie að standa upp í svefni og horfa á kærastann klukkutímum saman, hún fer líka út að róla sér án þess að muna eftir því daginn eftir. Spennan byggist hægt og rólega þangað til í hrottalegu síðustu mínútunum. Lokaatriðið fékk mig til að öskra, ásamt hálfum bíósalnum, en það hefur ekki gerst lengi.


Þetta er frumraun leikstjórans, handritshöfundarins, klipparans og sviðstjórans Oren Peli og verð ég að segja að honum tekst frábærlega að gera þennan yfirnáttúrulega spennitrylli raunverulegan. Það komu aðeins 5 manns við gerð Paranormal Activity (auk 5 annara aukaleikara sem ekki sáust í myndinni sem var sýnd í bíó). Það eru Oren Peli, Katie Featherston - Katie, Micha Sloat - Micha, Mark Fredrichs - miðill og Amber Armstrong sem leikur vinkonu parsins, Amber. Það gerði myndina hvað raunverulegasta fyrir mér með því að skýra karektarana ekki upp á nýtt. Að fara á wikipedia eftir myndina og sjá að þetta væru raunveruleg nöfn þeirra ílengdi hræðslutilfinninguna.
Oren Peli er búinn að vera dauðhræddur við drauga allt sitt líf, hann var meira að segja hræddur við Ghostbusters, en hann vildi binda þessa hræðslu í eitthvað gott og fá afköst út á hana. Meginmarkmið hans var að gera myndina trúlega og byggja upp spennu og hræðslu smám saman, frekar en að vera með ýktar hræðslusenur. Ég verð að viðurkenna að honum tókst þetta fullkomlega. Engin tónlist er í henni og nætursenurnar teknar upp með venjulegri næturstillingu á myndavélinni, allt hjálpar þetta til við að halda "illusioninu". (Afsakaðu enskusletturnar). Myndin nær að halda hræðslu fólks því allt þetta yfirnáttúrulega gerist í myrkri og í skjóli næturs þegar fólk er sofandi. Þó að sumir þori ekki að viðurkenna það þá eru allir pínku lítið hræddir við myrkrið.

Myndin er öll tekin upp á "handheld" myndavél sem ýkir raunverurleikann enn frekar. Nokkrum sinnum er Micha að taka upp inni á baði þar sem eru 3 speglar og sést að það er ekki möguleiki á að nokkur annar sé að taka þetta upp nema hann. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég þurfti að sannfæra sjálfa mig stöðugt um að þetta væri ekki sannsögulegt. Önnur ástæða, ótrúlegt en satt, var leikurinn. Mér fannst þetta mjög vel leikin mynd og það var greinilegt að leikararnir (allir tveir!) voru að lifa sig algjörlega inn í persónurnar sínar.

Ég vissi ekkert um myndina þegar ég fór á hana og held að það hafi gert hana mun skemmtilegri. "The element of surprise" er alveg stór þáttur, sérstaklega í hryllingsmyndum.
Eins og ég sagði þá fór ég strax heim á wikipedia eftir myndina og komst þá að mörgu sem kom mér á óvart. Oren Peli hafði til dæmis bara 15.000$ fjármagn og myndavélina á þrífæti til að gera myndina, en það að hann kom að allri vinnslu sjálfur og þurfti auðvitað ekki tökulið hefur hjálpað helling. Myndin var öll tekin upp í húsinu hans í San Diego, sem hann hafði eytt ári í að breyta og byggja og kaupa ný húsgögn í. Hann byggði stiga, setti inn teppi og keypti sér stærsta sjónvarpið sem til var.
Annað sem gerði myndina trúlega var að þessir leikarar voru algjörlega óþekktir. Katie hafði leikið í mynd sem heitir Mutation frá árinu 2006. Mynd sem ég ætla aldrei nokkurn tíman að sjá.

"Terror has just mutated"
Micha hafði aldrei leikið í sjónvarpi né bíómyndum áður. Persónur þeirra voru líka eðlilegar og áttu venjulegar samræður, en Oren var ekki með neitt handrit, heldur fengu leikararnir bara útlínur að því hvað þau áttu að segja.

Paranormal Activity var fyrst gefin út árið 2007 með öðrum endi, en alls eru til þrír mismunandi endar af myndinni. Sjálf held ég að endirinn sem var sýndur í bíó hljómi bestur, en ég hef ekki séð hina tvo. Myndin varð fyrir nokkrum töfum og sem sjálfstæð mynd var hún ekki auglýst eins og Hollywood myndir og smá vesen að koma henni á legg en hún var sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og háskólagörðum á seinustu 2 árum. Hún var síðan heimsfrumsýnd 25. september 2009. Hún er núna gróðamesta sjálfstæða mynd í sögunni og var búin að græða 107 milljónir dollara 25. nóvember.

Að mínu mati er þetta betri hryllingsmynd en flestar þær með endalausu bregðiatriðum og milljónum í fjármagn en ég er ánægð að hugsjónir og draumar þessa snillings hafi getað komist til skila, sama hvað það kostaði.
Hún er með 7.1 í einkunn á IMDb (ég veit að það er ekki að marka) en ég myndi gefa henni 4-4.5 stjörnur af 5. Ég dreg smá af henni því mér finnst aðalleikkonan pirrandi.


Ég er enn þá hrædd við trailerinn á myndinni - þrátt fyrir að hafa séð hana og lesið allt um gerð hennar.

Jack and Sarah

Jack and Sarah er ljúf, sæt og fyndin rómantísk gamanmynd sem skartar Richard E. Grant - en hann minnir alltaf mig svolítið á ófríðari gerð af Hugh Grant.


Myndin fjallar um Jack sem dettur í stiganum við að flýta sér þegar konan hans fær hríðir. Þegar hann vaknar úr dái kemst hann að því að þó að hann sé orðinn faðir hraustrar litlar stelpu, hafi konan hans dáið við fæðinguna. Í dofnum "stupor" yfirgefur hann sjúkrahúsið og fer á nokkura mánaða fyllerí með hverfisrónanum. Eftir alvarlegar björgunaraðgerðir frá foreldrum og tengdaforeldrum tekur hann þó við barninu og ræður unga, fallega þjónustustúlku sem fóstru. Svo væri þetta nú ekki almennileg mynd ef hann yrði ekki ástfanginn af henni.

Það sem stendur upp úr í þessari mynd er hversu fallegar litlu stelpurnar sem fengin eru til að leika barnið, Sarah. Maður heyrði alveg eggjastokkana klingja - neii grín. En þær eru alveg ótrúlega sætar þær þrjár sem leika hana. Ian McKellen leikur rónann og gerir það auðvitað frábærlega og það er skemmtileg persóna sem kryddar annars fyrirsjáanlegu söguna.

Þetta er bara týpisk "bresk hollywood" mynd, og örugglega vel fjármögnuð þannig að allt varðandi upptöku og vinnslu er "tip top". Leikurinn er líka góður, eins og ég sagði koma margir frábærir leikarar við gerð þessarar myndar eins og Richard E. Grant, Judy Dench og Ian McKellen. Jack and Sarah er annars bara mjög sæt mynd. Hún eldist vel og þó svo að hún sé orðin 14 ára gömul eru brandararnir enn þá frekar fyndnir. Sérstaklega því persónan Jack er þannig týpa að hann ætti að vera skipulagður en er gjörsamlega ósjálfbjarga og quirky (dæmi í myndbrotinu að neðan). Hins vegar eins og með flestar rómantískar gamanmyndir er hún fyrirsjáanleg.

Það er ekkert margt annað hægt að segja um hana nema mæli alveg með henni sem fín dægrarstytting!