Monday, November 23, 2009

Fallen

Tagline: ,,Don't trust a soul"
Leikstjórinn Gregory Hoblit stendur sig ágætlega í þessum spennuhrylli frá 1998, en hann hefur aðallega leikstýrt þáttum og sjónvarpsmyndum. Denzel Washington fer með aðalhlutverk, en önnur hlutverk skarta John Goodman (sem ég mun alltaf þekkja sem pabbann í Coyote Ugly) og Donald Sutherland.
Fallen fjallar um heiðarlega lögreglumanninn John Hobbes (Denzel Washington) sem heldur að líf sitt verði einfaldara eftir líftöku fjöldamorðingjans Edgar Reese, en það varð alls ekki raunin. Séreinkenni Reese byrja að birtast í fjöldann öllum af fólki í kringum Hobbes, bæði vinum og ókunnugum, og þá fer hann að velta fyrir sér ótrúlegum og yfirnáttúrulegum útskýringum.
Persónulega get ég ekki bent á eina mynd með D. Washington sem mér líkar ekki við og eru The Bone Collector, Training Day og American Gangster myndir sem ég myndi mæla með við hvern sem er. Hann er mjög góður leikari, en þegar ég lít á heildina er það sjaldgæft að hann leiki nokkuð annað en lögreglumenn, spillta eða ekki, þannig að hann ætti að vera búinn að fullkomna þetta hlutverk!
Það er ekkert hægt að setja út á leikinn í þessari mynd, meira að segja börnin léku þó nokkuð vel. Handritið og söguþráðurinn voru líka vel út hugsuð og þrátt fyrir að vera "far fetched" hugmynd þá gekk hún ágætlega og skildi eftir hroll í manni sem er kostur við gerð hryllingsmyndar! Nokkrar setningar gáfu þó kjánahroll og var ein þeirra: ,,Everything's personal when you're a person". Í frekar mikilli topp mynd skildi ég ekki af hverju var verið að troða svona setningum inn. Upptökurnar voru stundum svolítið skrýnar og of stuttar á stöðum, en augljóslega verið að reyna að stytta myndina sem var alveg tveir tímar.
Myndin byrjar á endinum, og síðan aftur á byrjunarreit og endar svo aftur á því sem var endirinn, en var í byrjuninni. Capiche? Nei, þetta kemur vel út og hasarinn og twistið í endanum líka. Ég tók eftir nokkrum dutch tilt tökum í lokaatriðinu og ég sá þá fyrst hversu vel út hugsað þetta er, maður verður einhvern veginn spenntari og líður eins og eitthvað slæmt sé að fara að gerast. Ég tók líka eftir því hvernig hljóðin gerðu mann spenntan, eins og brak í gólfinu eða ískur í hurðum. Vondi kallinn í myndinni söng líka alltaf lag, sem gaf til kynna hvenær hann (og illir hlutir) myndi birtast.

Allt í allt var þetta fín mynd miðað við að vera 11 ára gömul. Hún var áhugaverð, ófyrirsjáanleg, vel gerð og vakti hroll.
http://i.realone.com/assets/cs/305/01128305.jpg
Denzel Washington og Embeth Davidtz á góðu augnabliki

Friday, November 20, 2009

Lock, Stock and Two Smoking Barrels - "A disgrace to criminals everywhere"

Ég hafði ekki heyrt mikið um hana fyrir en ég tel það líka vera gott. Oft eyðileggur það myndina þegar maður veit of mikið um hana eða er búinn að heyra frábær gagnrýni. Það byggir upp óraunhæfar væntingar og skemmir fyrir manni eigin skoðanir.
Lock, Stock and Two Smoking Barrels fjallar um fjóra breta með sterkan cockney hreim sem lenda í djúpum skít þegar þeir skulda skyndilega hálfa milljón punda. Til að losa sig úr klípunni og forðast það að missa puttana ákveða þeir að ræna hóp lögbrjóta sem eru í þann mund að ræna banka. Inn í málin flækjast síðan ótal handrukkarar og hass-ræktarar, ruglingslegur söguþráður, furðulegir persónuleikar og já, tveir rifflar.
Lock, Stock and Two Smoking Barrels er frá árinu 1999 og er það Guy Ritchie sem leikstýrir henni. Ég hafði séð Snatch en það kom á óvart hversu líkar þær tvær eru. Það eru líkar persónur og eins ruglingslegur söguþráður sem fer fram og til baka á milli persóna þannig að þú veist aldrei hvað er í gangi. Í þessari mynd til dæmis vissi ég aldrei hver væri með peninginn í förum sínum því hann skipti um eigendur jafn oft og skipt var um umhverfi. Jason Statham leikur svo í þeim báðum, en það er nákvæmlega ekkert slæmt við það.
Myndin var bara nokkuð góð. Hún er vel leikin og vel gerð í alla staði. Kímni skýst inn hér og þar og þá er aðallega verið að gera grín að mistökum og heimsku smáglæpamanna. Ég er með mjög einfaldann húmor en hann náði algjörlega til mín. Vegna hraða söguþráðarins og furðulegra og fyndnra karaktera helst maður límdur við skjáinn og ekki er verra að hlusta á breska hreiminn. Það sem mér fannst þó best við myndina var endirinn. Síðustu fimm mínúturnar voru þær mest spennandi í myndinni og mér fannst mjög vel gert af höfundum og leikstjóra að skilja mann eftir hangandi í lausu lofti og leyfa manni að ímynda sér endinn eins og hver óskar. Ég mæli hiklaust með henni og get með góðri samvisku sagt að hún fór strax hátt á listann minn.

http://k-kinofilm.ru/images/k-kinofilm/Lock-Stock-Two-Smoking-Barrels.jpg

Wednesday, November 18, 2009

Night of the Hunter

Night of the Hunter (1955) er undir leikstjórn Charles Laughton og er fyrsta, sem og eina myndin sem hann hefur leikstýrt. Ég hef ekki enn þá gert upp hug minn um hvort það sé gott eða slæmt. Hugmyndin að sögunni er ekki alslæm. Ekkja og tvö börn manns sem fer í fangelsi fyrir bankarán eru plötuð og notuð af presti sem leitar peningsins sem eiginmaðurinn hafði stolið. Þessi prestur, sem skilur þó ekki hin sönnu orð guðs, reynir að fá börnin sem eru þau einu sem vita af þýfinu, til að segja sér hvar það er falið, en lendir í erfiðleikum með það.
Eins og ég segi, þá er þetta alls ekki lélegur söguþráður og eltingaleikurinn lofaði góðu, séstaklega eftir fráfall móðurinnar og börnin standa eftir ein á móti fullorðnum manni. Á tímapunktum minnti hún mig á bækurnar Lemony Snickets: A Series of Unfortunate Events sem mér þótti fínar bækur.
Mér þykir því leiðinlegt að tilkynna að myndin stóð ekki undir væntingum. Með það fyllilega í huga að myndin er gerð árið 1955, þegar mamma mín var enn ófædd, er leikurinn hryllilegur. Kannski hefðu leiklistaskólar átt að stofnast nokkrum áratugum fyrr því það var frekar sárt að horfa á leiklistahæfileika þessa fólks. Ég veit ekki hvort það hafi verið afburðaleikur karlmannanna eða jafn lélegur leikur hins kynsins en hver einasta sena sem innihélt kvennmann fékk mig til að stara á skjáinn af undrunn. Þær voru ekki alveg fyrir minn smekk. Ofleikur, lélegar setningar og skrækar raddir einkenndu oftar en ekki senur þar sem myndavélinni var beint að kvennmönnum myndarinnar. Kannski voru til leiklistaskólar á þessum tíma, en aðeins karlmönnum hleypt inn, eða var þetta ímynd hins týpíska kvennmanns um miðbik 20. aldar, hvað veit ég?

Annað sem fór í mig var handritið, eða dialouge-ið, og hvernig það, svipbrigði og ávarpanir voru ýkt í mörgum tökum. Þegar mamman kemst að því að presturinn vilji ekki sofa hjá henni á brúðkaupsnóttunni (engin smá tilætlunarsemi í henni að búast við því!) greip hún fyrst um hjartað með andköf og fleygði sér svo á koddann með tilheyrandi hljóðum. Þegar pabbinn var handjárnaður í byrjun myndarinnar voru viðbrögð stráksins ekki alveg það sem maður myndi kalla "eðlileg", né þegar maður var skotinn í andlitið með haglabyssu og hljóp svo í burtu eins og hrædd nagdýr. Ég veit ekki alveg hvern ég á að ásaka varðandi þessar senur, hvort það sé handritið, leikurinn eða leikstjórnin. Kannski voru þessi ofleiknu andköf og fleira allt fyrirfram ákveðið, ég myndi alveg skilja það að bíómyndir þessara tíma ættu ekki að vera raunveruleg, heldur voru kvikmyndahúsin staður sem menn gátu flúið raunveruleikann og eðlileg viðbrögð manna við haglabyssuskot í andlit.
Ég ætla nú ekki að vera leiðinlegri en þetta við þá sem komu að gerð þessarar myndar, enda flestir þeirra komnir vel á aldur og myndu örugglega bregðast illa við við sterku skoðanir mínar.
Hljóðið var stundum óþægileg, ég held að það hafi frekar tengst skæru röddum leikkvennanna en um upptöku, klippingu og lýsingu get ég ekki annað en gefið hrós, en mér þótti myndin vel gerð í alla staði, sérstaklega miðað við að hún sé hátt í 55 ára gömul. Einn góður punktur til að byggja upp spennu fannst mér var söngur mannsins. Um leið og maður heyrði hann syngja var augljóst að eitthvað slæmt væri í vændum og verð ég að gefa stig fyrir það.
http://www.doctormacro1.info/Images/Mitchum,%20Robert/Annex/Annex%20-%20Mitchum,%20Robert%20(Night%20of%20the%20Hunter,%20The)_01.jpg
þessi var svolítið hamslaus í ofleik stundum

Núna ætla ég að vona að þú dragir mig ekki niður í einkunn fyrir að rægja mynd sem þér finnst góð Siggi Palli. :) Ég hef nánast ekkert vit á listum né bíómyndum og endurspeglar þetta blogg einungis álit mitt, en ekki persónugerð mína. Slæm reynsla mín á þessari mynd gæti líka haft eitthvað að gera með það að klukkan var 3 á miðvikudegi og eftir stuttan svefn og tvöfaldan stærðfræðitíma er ég ekki sem best upplögð í annars konar áhorf en heilalausar gamanmyndir.