Sandra Bullock og Ryan Reynolds leika í The Proposal, frá árinu 2009, hún fær 6,9/10 í einkunn á IMDb. Ég efast um að ég myndi gefa henni svo háa einkunn.
Margaret Tate (Bullock) er metnaðafullur kanadískur ritstjóri í New York sem á að vera send úr landi vegna grænakorts vesens. Til að bjarga sér segist hún ætla að giftast dygga aðstoðamanni sínum, Andrew (Reynolds), sem er varla til í tuskið. Til að sanna fyrir yfirmönnum sínum og innflytjandaeftirlitinu að þetta sé satt, ferðast þau norður á boginn til Alaska að heimsækja fjölskyldu Andrew þar sem amma hans (leikin af Betty White). Eftir stormasama helgi og 2 ár í hatrömmu starfssambandi komast þau náttúrulega að því að þau eru yfir sig ástfangin af hvoru öðru, og endar myndin í opinberum Hollywood kossi.
Í gæðum skortir myndina margt, en inn á milli koma heilalauslega fyndnar senur. Til að nefna þegar asnalegur illa vaxinn maður dansar stripp dans og fálki flýgur um loftin blá með hund í gripunum. Og auðvitað fara bæði aðalleikaranna úr fötunum og liggja blaut og nakin á gólfinu. Þetta er týpísk heilalaus Hollywood ástar-gamanmynd. En það er alveg hægt að hafa gaman að henni. Augljóslega er þetta stelpumynd, enda hristi vinur minn (sem ég hafði næstum því mútað til að horfa á hana með mér) hausinn við dramatíska, tilfiningaþrungna, augljóslega endinum. Anne Fletcher leikstjórinn er aðallega danshöfundur og þetta er frumraun hennar sem leikstjóri, greinilega. Leikstjórn og upptaka er í fínu lagi en auðvitað í svona "commercial" mynd eru hátækni græjur og fagmenn.
Sem aðdáandi heilalausra mynda mæli ég svo sem með henni, fyrir stelpur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Yfirleitt lítið að marka imdb um nýjar myndir, sérstaklega sæmilega stórar myndir. Það hefur fleira en eitt kvikmyndaver verið gripið glóðvolgt við að setja inn hundruðir einkunna fyrir myndirnar sínar.
ReplyDeleteÞað hefði nú mátt fylgja með mynd.
3 stig