Ég hafði lesið mig aðeins til um þessa mynd áður en ég sá hana og vissi að stelpan myndi fyrirfara sér, en ég bjóst við að hún myndi reyna betur en það að skvetta einhvers konar sýru framan í sig bara á helminginn af andlitinu. Ef hún hefði virkilega verið að reyna þá hefði betri leið verið að drekka einfaldlega úr flöskunni. Þá vafðist fyrir mér af hverju í ósköpunum stelpan þyrfti að liggja hreyfingarlaus í margar vikur (eða það virtist líða það langur tími af mínu lífi á meðan á myndinni stóð) þegar hún var, jú, bara með brunasár í andlitinu. Það er kannski minna mál heldur en hræðilegu erótísku senurnar sem virtust standa í marga tíma einar og sér.
Soft-porn atriðin hjá þjóðverjunum með hræðilegu hreimana var langdreginn og grunnhyggin, allavegana fyrir manneskju af því kyni sem hefur ekkert danglandi milli lappana. Hver kyssist annars með því að sleikja tennurnar á makanum? Ekki ég. Ég bjóst einhvern vegin við því að karlmenn höfðu borið ábyrgð á þessari mynd og var frekar hissa þegar ég komst að því að bæði höfundurinn og leikstjórinn eru konur. Ég vissi ekki að konur hefðu svona gífurlegan áhuga á brjóstum, en svo komst ég að því að leikstjórinn er S&M framleiðandi. Það útskýrir margt.
Ég skildi ekki alveg málið með pabbann og nýstárlegu kenningar hans til ad græða stelpuna, eða bara af hverju hún mátti ekki fara út úr húsi en það hefði mátt vera skýrara. Auk þess að mér þótti hallærislegt að leikararnir skyldu tala bjagaða ensku í stað þýsku, þýskt tal með enskum texta hefði örugglega komið betur úr. Til að gera langa sögu stutta þá fannst mér ég ekki vera betri né upplýstari manneskja eftir þessa mynd.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ágæt útlistun á slakri mynd.
ReplyDeleteVerandi S&M leikstjóri hlýtur hún samt að hafa leikstýrt kynlífssenu áður, en gerir þetta samt svona rosalega illa.
4 stig.