Monday, September 21, 2009

RIFF 1 - American Astronaut

Orðin "vísindaskálsögulegur geimvestri og söngleikur" var nóg fyrir mig til að vilja ekkert heitar en að sjá þessa mynd. Ég fer sjaldan með miklar væntingar í bíó en þegar ég labbaði inn í salinn var ég hrædd um að myndin væri algjört flopp og myndi ekki vera jafn góð og ég vonaðist til. Það voru um það bil 4 mínútur byrjaðar af myndinni og eitt flott atriði einfaldlega af manni hoppandi í geimgalla þegar ég emjaði af hlátri og taldi þetta vera besta vísindaskáldsögulega geimvestra söngleikinn sem ég hafði séð.
Kannski á "simple mind, simple pleasures" vel við mig, (ég tel það líklegt) en þegar tveir menn syngjandi og dansandi inni á baði á geim-bar fær fullan sal af fólki til að hlæja, þá hlýtur þetta að vera góð mynd. Súrir kaflar koma inn á milli, og í rauninni er öll svolítið súr, en hún heldur athygli manns frá upphafi til enda, og ég hætti allavegana ekki að brosa alla myndina.

Plottið um að aðalpersónan þarf að fara með konu í kassa til Júpíter, sækja strákin sem hafði séð kvenmannsbrjóstin, fara með hann til Venusar og skipta honum út fyrir lík fyrrverandi konungs þeirrar plánetu til að verða ríkur hljómar kannski ekki spennandi á blaði, en leikstjórinn, handritshöfundurinn og aðalleikarinn (allt sama manneskjan) er snillingur, hann gæti tekið einföldustu senu og snúa uppá hana og á hvolf og út kæmi listaverk.

Það má bæta því inn í um leikstjórann, Cory McAbby, að hljómsveitin hans sér líka um tónlistina. En tónlistin er eitt helsta atriðið sem gerir þessa mynd svona yndislega. Dans og söngatriðin gerðu myndina óneitanlega að því sem hún er. Satt best að segja þá er þetta ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð.
Mynd sem fær mig til að brosa allan hringinn í nokkra klukkutíma eftir að ég labba út af henni fær allavegana topp einkunn hjá mér.

1 comment: