Across the Universe
Ég hef veikleika fyrir Bítlunum, söngleikjum og óstöðvandi-ástarsögur. Allt einkennir þetta eina bestu mynd allra tíma! Tónlistin er alveg hreint mögnuð -


Með 3 eldri systur og endalaust af VHS myndum var mér kennt að ef ég elskaði ekki Sean Connery og Edward Norton væri ég ekki neins virði. Kannski er þetta heilaþvottur, kannski ekki, en þetta er svo vel leikin mynd að ég get ekki annað en haldið upp á hana. Svo er þetta bara áhugaverð saga og gott handrit.
Benjamin Button
Ég er bara nýbúin að sjá hana, og bara einusinni annað en flestar á listanum. En hún einhvernvegin snertir mann. Hún er vel gerð, sæt og áhugaverð, og ég sakk svo djúpt inní myndina að ég pældi ekki einusinni í fáranlegu hugmyndinni að maðurinn væri að eldast afturá bak. Full af yndislegum persónum og lífsreynslum. Ég er venjulega ekki aðdáandi Brad Pitt, en hann lék þetta vel.
Die Hard 1,2 og 3


Ég fór á hana í bíó fjögurra ára gömul og varð ástfangin. Eftir að pabbi minn keypti hana í bandaríkjunum horfði ég á hana einu sinni á dag í allaveganna ár. Kunni hvert einasta orð utan að og söng fullkomlega með öllum lögunum. Ég held að það hafi ekkert hrjáð mig að ég kunni ekki stakt orð í ensku. Ég þurfti ekkert að vita hvað þau voru að segja.
The Prestige
Hugh Jackman og Christian Bale í sömu myndinni er alveg nógu góð ástæða til að halda uppá þessa mynd, en hún er svo vel leikin og útfærð að ég fell næstum því fyrir plottinu í hvert skipti sem ég horfi á hana. Veit ekkert hvað annað er hægt að segja. Ég heillaðist bara að öllu í henni.

Svo ætla ég bara að nefna 4 í viðbót sem þarf ekkert að útskýra
Love Actually
Moulin Rouge
Turner and Hooch
Walk the Line
Margt skemmtilegt á þessum lista. Mér finnst pínu fyndið að vera með Turner and Hooch á "Honorable mentions" (ekki það að mér finnist það ekki fín mynd...)
ReplyDelete7 stig.