Saturday, October 31, 2009

Jóhannes

Jóhannes (2009) leikstjórn Þorsteinn Gunnar Bjarnason einkunn 7,0/10 á IMDb.

Fyrsta myndin sem Laddi leikur aðalhlutverk í og hann stendur sig með prýði, enda einn besti leikari á Íslandi.
Jóhannes (Ladda), miðaldra karlmaður í hjónabandi sem má kallast í meðallagi stöðvar á Reykjanesbrautinni til að hjálpa Tótu, ungri stúlku (Unnur Birna) í bílavandræðum (en hún er síðan bara bensínlaus). Hann gefur henni far í bæinn og til að þakka fyrir sig gefur hún honum drykk heima hjá sér og hendir honum í bað. Atburðarásin hraðast þegar kærasti hennar, ofbeldisfullur handrukkari, kemur heim. Þá hendist Jóhannes út á götu nærrum nakinn og nágranni hringir á lögguna. Eftir það byrjar skemmtileg gaman-atburðarás þar sem greyið maðurinn lendir í óheppnasta dag lífs síns og samantvinnist t.d. lögreglan og Stefán Karl en þeir Laddi taka vafasöm lyf og skemmta sér ágætlega saman.

Mér fannst hún allt í lagi. Alls ekki sjöa. Mér líkaði þó mun betur við hana eftir að hafa séð leikstjórjann, Þorstein í tíma daginn eftir. Hann var viðkunnanlegur maður og hafði greinilega gaman af því að gera myndina. Myndin var langdregin á köflum eins og endalausu senurar af Ladda í bílnum, sem hefði mátt klippa um helming. Ég tók ekki eftir litlu mistökunum eins og þegar stígvél voru stillt upp mismunandi á milli klippa eða munurinn á rigningunni eða bleytu á götunni. Allt í allt var þetta ágæt mynd, en ég myndi ekki borga 500 kall til að fara á hana aftur.
http://www.illuminium.com/news/illuminiumtoco-producecomedyjohannes/laddi_skissa14.jpg

The Proposal

Sandra Bullock og Ryan Reynolds leika í The Proposal, frá árinu 2009, hún fær 6,9/10 í einkunn á IMDb. Ég efast um að ég myndi gefa henni svo háa einkunn.

Margaret Tate (Bullock) er metnaðafullur kanadískur ritstjóri í New York sem á að vera send úr landi vegna grænakorts vesens. Til að bjarga sér segist hún ætla að giftast dygga aðstoðamanni sínum, Andrew (Reynolds), sem er varla til í tuskið. Til að sanna fyrir yfirmönnum sínum og innflytjandaeftirlitinu að þetta sé satt, ferðast þau norður á boginn til Alaska að heimsækja fjölskyldu Andrew þar sem amma hans (leikin af Betty White). Eftir stormasama helgi og 2 ár í hatrömmu starfssambandi komast þau náttúrulega að því að þau eru yfir sig ástfangin af hvoru öðru, og endar myndin í opinberum Hollywood kossi.

Í gæðum skortir myndina margt, en inn á milli koma heilalauslega fyndnar senur. Til að nefna þegar asnalegur illa vaxinn maður dansar stripp dans og fálki flýgur um loftin blá með hund í gripunum. Og auðvitað fara bæði aðalleikaranna úr fötunum og liggja blaut og nakin á gólfinu. Þetta er týpísk heilalaus Hollywood ástar-gamanmynd. En það er alveg hægt að hafa gaman að henni. Augljóslega er þetta stelpumynd, enda hristi vinur minn (sem ég hafði næstum því mútað til að horfa á hana með mér) hausinn við dramatíska, tilfiningaþrungna, augljóslega endinum. Anne Fletcher leikstjórinn er aðallega danshöfundur og þetta er frumraun hennar sem leikstjóri, greinilega. Leikstjórn og upptaka er í fínu lagi en auðvitað í svona "commercial" mynd eru hátækni græjur og fagmenn.
Sem aðdáandi heilalausra mynda mæli ég svo sem með henni, fyrir stelpur.
The Proposal