Friday, February 19, 2010

A Sound of Thunder [2005] - versta mynd sem ég hef séð

Leikstjórn: Peter Hyams

Tagline: "Evolve or die"

Leikarar:

Edward Burns

Ben Kingsley

Catherine McKormack


"A Sound of Thunder er yfirnáttúrulegur spennutryllir um menn sem ferðast aftur í tímann til að drepa risaeðlur." Þessi lýsing var á bíórásinni eitt kvöldið og virtist bara of góð til að láta fram hjá sér fara.


Dr. Ryer og menn hans ferðast með efnað fólk aftur í tímann til að leyfa þeim að veiða og drepa risaeðlur - en það er ein regla: Það má ekki stíga út fyrir gler göngustíginn. Ekki er vitað hvað gerist nákvæmlega þegar einhver af tímaflökkurunum stígur út fyrir stíginn en ljóst er að ef einhver þeirra raskar einhverju lífi í fortíðinni mun það breyta allri þróun dýra og plantna framtíðarinnar. (Butterfly effect).

Svo fór nú að einhver einn hlýddi ekki fyrirmælunum og hefur tekið eitthvað lífríki með sér aftur heim í nútíðina. Það verður þá verk Dr. Ryer og Soniu Rand, uppfinningamanns tímaflökkunarvélarinnar að finna hvað fór úrskeiðis og fara aftur í tímann áður en tímabylgjurnar sem koma nokkrar og breyta lífríkinu vegna "butterfly effect"sins

Ég vissi alveg að þetta væri B mynd þegar ég ákvað að horfa á hana, en hugmyndin með að tímabylgjur ráðist á heiminn vegna þess að þau tóku þennan eina hlut aftur í framtíðina er alveg hreint fáranleg.
Fyrst kemur sko bylgja sem breytir öllu plöntulífi, næst koma bylgjur sem breyta skordýrum, svo öðrum dýrum og svo magnast spennan þegar Ryer og Rand eru í kapp við síðustu tímabylgjuna, því hver veit hvað gerist þegar hún skellur á?

Svo þurfa þau náttúrulega að berjast við nokkrar risaeðlur sem hafa komið fram í tímann með einni bylgjunni og eitt illa leikið "GO! Leave me behind!" atriði gaf mér nábít.

Miðað við gæði leikara (eins og Ben Kingsley for christ's sake!) þá er þetta leiðinleg hugmynd sem er illa útfærð og já, ekki sjá hana!


1 comment:

  1. Vissulega er Ben Kingsley góður, en Edward Burns er einhver leiðinlegasti og lélegasti leikari fyrr og síðar (að mínu mati).

    Ég held ég hafi séð Twilight Zone þátt um þetta, nema þá komu veiðimennirnir aftur og þá voru Bandaríkin allt í einu fasista-(eða nasista-?)ríki. Frekar súrt.

    5 stig.

    ReplyDelete