Framhaldið (sums staðar kölluð prequel) af hasarmyndinni Smokin‘ Aces, þar sem fjölmargir leigumorðingjar keppast um að drepa ákveðið target, heitir Smokin' Aces. Þótt nafnið sé ekki frumlegt, er söguþráðurinn alveg jafn ófrumlegur. Það er, hann er sá sami.
Vinnie Jones ,Tommy Flanagan , Martha Higareda og Autumn Reeser eru meðal þeirra sem leika heimsfræga leigumorðingja sem fá upplýsingar um ákveðinn mann, Walter Weed, sem á að útrýma. Það furðulega er að Weed er skrifstofulögga sem hefur bara einu sinni skotið úr byssu – og það á pappírsskotmark. Hann virðist ekkert vera tengdur neinum hættulegum eða mikilvægum lögregluaðgerðum og er furðuhissa á þeim 3 milljónum dollurum sem er lofað þeim leigumorðingja sem drepur hann. Skilyrðin eru þó að morðið verði að vera framið kl 03:00 19. apríl.
Þegar plottið fer að afflettast (ef það er orð) komast upp leynilegar bandarískar her-aðgerðir sem tengjast þessum leigumorðingjum og allt fer að vera "rosalega" pólitískt og spennandi.
Clayne Crawford augnkonfekt leikur lögreglumanninn sem sér um aðgerðina og felur Walter Weed í neðanjarðabyrgi undir Jazz klúbb í Chicago. Þrátt fyrir leynilegar aðgerðir og gífurlega varkárni af hálfu lögreglumannanna rata allir leigumorðingjarnir á staðinn (annað væri ekkert rosalega spennandi) og fer seinni helmingur myndarinnar í hasarsenur á jazz klúbbnum og neðanjarðagöngunum sem liggja að byrginu.
Myndin er 86 mínútur, sem er með styttri myndum sem ég hef séð - en hún hefði varla getað verið lengri miðað við skort af söguþræði. Hún er ekkert rosalega vel leikin og þegar allt kemur til alls lélegt framhald af númer eitt - þar sem varla nein tenging er á milli þeirra. Jú, fyrir utan einn leikara og það að FBI flækist í söguþræðinum.
Fyrir þá sem fíla svona myndir - og með "svona myndir" er átt við mikið af byssum, blóði og heitum gellum (auk þess dvergum skotið úr fallbyssu) - er þessi mynd svosem ágætis skemmtun. Ég verð að viðurkenna að þetta er með skárri myndum sem ég hef séð á síðastliðnum vikum, en á meðal þeirra mynda er Surrogates með Bruce Willis, drepleiðinlega myndin The Informant með Matt Damon og yfirnáttúrulegi spennutryllirinn A Sound of Thunder, svo þetta er ekkert rosalega mikið hrós fyrir greyið Smokin' Aces 2.
Uppáhalds persónan mín í myndinni er Lazlo Soot, sem Tommy Flanagan leikur, en hann er eina persónan sem var líka í Smokin' Aces 1. Hann leikur psychopath leigumorðingja með mikla "dulbúninga" hæfileika, en hann skemmtir sér við að búa til eftirmyndir af andlitum fólks sem hann drepur og ganga um með grímurnar þeirra. Þannig dulbýst hann sem lögregluþjónn og kemst inn í varnir FBI mannana.
Góður tímapunktur í myndinni var þegar Vinnie Jones er fallinn fyrir gellunni í myndinni, Martha Higareda. Þau eiga að vera að keppa um sama skotmark og sama pening en þegar hún er skotin í bringuna dregur hann hana afsíðis og kyssir hana ástríðufullum kossi - svo náttúrulega verður hann að hefna hennar og hleypur út í hasarslaginn sem bíður hans fullur reiði og ástríðu.
Munurinn á Smokin' Aces 1 og 2 er annar leikstjóri, aðrir leikarar og allt annar metnaður lagður í myndina. Minni metnaður. T.d. flottu effectin og skotin sem einkenndu mynd nr. 1 skortir algjörlega í númer 2.
Það besta við myndina, fyrir utan dvergana í fallbyssunni, var samt sem áður endirinn. Ég veit ekki hvort þú sért búinn að sjá hana, eða hvort þú viljir/munir gera það yfir höfuð. En þegar Lögreglumaðurinn kemst að því að Walter Weed, sem er verið að passa uppá er í rauninni vondi kallinn og að hann hafi í rauninni lokkað alla þessa geðhrærðu morðingja á staðinn, er Weed horfinn. Við horfum á Weed labba í burtu og setjast uppí bíl (hann hafði verið í hjólastól alla myndina til að villa fyrir lögguni .. dum dum duuum) heldur maður að þetta sé fyrsta myndin í sögunni þar sem vondi kallinn vinnur, (eða vondi og ekki vondi.. hann sá til þess að hellingur af psychopath raðmorðingjum og pynturum drápu hvern annan...) en svo var ekki. Góða löggan birtist á síðustu 3 sekúndum og skýtur Weed í hausinn. Þessi óvænta og skyndilega upplausn bjargaði annars einkar lélegri mynd.
Ég gef henni 2,5 af 5 stjörnum :)